Samfélagsgreiningar

Staða húsnæðismarkaðar á Vestfjörðum

Þessi samantekt gerir grein fyrir núverandi húsnæðismarkaði Vestfjarða, íbúðarhúsnæði annars vegar og iðnaðarhúsnæði hins vegar.  Kynnt er tölulegt efni sem varpar ljósi á núverandi stöðu, þ.e. fjölda fasteigna eftir sveitarfélögum, framboð húsnæðis á söluskrám, fjölda kaup- og leigusamninga, framboð lóða til nýbyggingar, ásamt helstu lykiltölum í sambandi við fasteignamarkaðinn á Vestfjörðum. Samantektin byggir að mestu leyti á gögnum frá Þjóðskrá Íslands, fasteignasölum  og upplýsingum frá sveitarfélögum svæðisins.

Hægt er að nálgast skýrsluna með því að ýta á myndina hér fyrir neðan.

Staða-húsnæðismarkaðar á-Vestfjörðum