Um greininga verkefnið

Þær greiningar sem hér eru vistaðar voru að stærstum hluta unnar með stuðningi og fjármagni frá Sóknaráætlun landshlutanna. Þær tengjast Sóknaráætlun Vestfjarða.

Í skýrslu um verkefnið kemur fram eftirfarandi texti um greiningahlutann:

Svæðisbundin gögn um atvinnulíf og búsetuskilyrði hafa verið af skornum skammti. Þetta þarf að laga með markvissum greiningum og rannsóknum, og birta þær miðlægt fyrir þá sem starfa á því sviði að auka velferð Vestfirðinga og ekki síður fyrir áhugamenn um styrkingu atvinnulífs og samfélaganna á Vestfjörðum.

Markmiðið er að leiða nákvæmari og upplýstari umræðu. Svo að hægt sé að vinna markvisst í almannatengslum fjórðungsins þurfa að liggja frammi gögn og greiningar sem styðja málflutning Vestfirðinga um þann byggðavanda sem er viðvarandi á svæðinu. Hér þarf að leggja áherslu á mikilvægi vestfirska hagkerfisins fyrir þjóðarbúið ásamt því að sýna fram á þau lífsgæði sem Vestfirðingar hafa og hvaða kosti svæðið hefur upp á að bjóða fyrir þá sem vilja starfa eða skapa  sér tækifæri á Vestfjörðum í framtíðinni.