Um Sóknaráætlun Vestfjarða

Þær greiningar sem hér koma fram eru að stærstum hluta unnan með stuðningi og fjármagni frá Sóknaráætlun landshlutana

Á grundvelli þessa samstarfs var unnin Sóknaráætlun Vestfjarða.

Í skýrslu um verkefnið kemur fram eftirfarandi texti í samantekt:

“Á Vestfjörðum eru mörg tækifæri en einnig mikið af verkefnum sem þarf að vinna. Mörg þeirra snúa að þeim málaflokkum sem taka til sóknaráætlunar að þessu sinni. Stærstu verkefni Vestfjarða snúa þó að þeim innviðum sem ekki eru til umfjöllunar. Það kom skýr t fram í þeirri vinnu sem unnin var vegna sóknaráætlunar að uppbygging innviða; samgöngur, fjarskipti, raforka, eru þau mál sem brenna hvað heitast á íbúum fjórðungsins. Að því er varðar atvinnu og nýsköpun er ljóst að á öllum svæðum Vestfjarða verður að vinna gegn fábreyttu atvinnulífi og vinna markvisst að stuðningi við nýsköpun og rannsóknir sem geta leitt til nýrra tækifæra og nýrra fyrirtækja. Við þessa vinnu verður að tryggja að menntun á svæðinu endurspegli þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.

Auka þarf framboð á menntun á svæðinu og tryggja að sá mannauður sem er fyrir á svæðinu hverfi ekki. Í öllu vinnuferlinu kom sterkt fram að Vestfirðingar horfa til ferðaþjónustu sem mikilvægs tækifæris fyrir svæðið og endurspeglast það í úthlutun fjármagns sóknaráætlunar þar sem markaðsmál fá meira fjármagn en önnur málefni.

Í sóknaráætlun Vestfjarða 2013 er að finna þau verkefni sem Vestfirðingar vilja leggja áherslu á að þessu sinni. Verkefnin eru í takt við alla þá vinnu sem farið hefur fram á undanförnum árum og geta vonandi verið upphaf þess að Vestfirðir geti hætt varnarbaráttu sinni og hafið sókn.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *