Almennar greiningar

Staða húsnæðismarkaðar á Vestfjörðum

Þessi samantekt gerir grein fyrir núverandi húsnæðismarkaði Vestfjarða, íbúðarhúsnæði annars vegar og iðnaðarhúsnæði hins vegar.  Kynnt er tölulegt efni sem varpar ljósi á núverandi stöðu, þ.e. fjölda fasteigna eftir sveitarfélögum, framboð húsnæðis á söluskrám, fjölda kaup- og leigusamninga, framboð lóða til nýbyggingar, ásamt helstu lykiltölum í sambandi við fasteignamarkaðinn á Vestfjörðum. Samantektin byggir að mestu leyti á gögnum frá Þjóðskrá Íslands, fasteignasölum  og upplýsingum frá sveitarfélögum svæðisins.

Hægt er að nálgast skýrsluna með því að ýta á myndina hér fyrir neðan.

Staða-húsnæðismarkaðar á-Vestfjörðum

Fundur með forstöðumönnum opinberra stofnana í Reykjavík þann 4. desember 2014

Boðað var til fundar með forstöðumönnum opinberra stofnana í Reykjavík þann 4. desember 2014 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn var hluti af verkefni um markaðssetningu Vestfjarða með stuðningi Sóknaráætlunar landshluta.

Tilgangurinn var að ræða eflingu opinberra stofnana á Vestfjörðum. Fundurinn var hugsaður sem samskiptavettvangur þar sem þátttakendum var gefinn kostur á að koma skoðunum sínum um eftirfarandi atriði á framfæri á vinnuborðum:
1. Hvernig má efla starfsemi opinberra stofnana á Vestfjörðum?
2. Hvaða þröskulda þarf að yfirstíga?
3. Hvernig á að markaðssetja Vestfirði gagnvart opinberum stofnunum?

Umræðurnar snerust ekki um einstaka stofnun eða fyrirfram ákveðna tilfærslu opinberrar starfsemi. Fundurinn var umfram allt haldinn á jákvæðum nótum þar sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga lögðu áherslu á faglega umræðu um málefnið.

fundur-með-opinberum-stofnunum-4des-2014---forsíða