Ferðaþjónusta

Viðhorf ferðamanna til fiskeldis á Vestfjörðum – Sumar 2014

vidhorf-ferdamanna-fiskeldis-2014

Í júlí 2014 var lögð fyrir ferðamenn á svæðinu könnun á viðhorfi þeirra til fiskeldis. Upphaflega hugmyndin var að nýta tækni nútímans og notast við spjaldtölvur, ferðamanni var þá rétt spjaldtölva og hann fenginn til að svara könnuninni þar. Svör hans fóru þá beint inn í gagnagrunn, en hægt er að skilyrða svör þannig að nauðsynlegt var að svara ákveðnum spurningum til að geta haldið áfram og ekki ætti að vera hægt að rekja svör til einstaklinga.
Vorum við með þrjár spjaldtölvur í gangi hverju sinni sem gerði það að verkum að hægt var að fá fleiri en einn einstakling í hverjum hóp til að svara. Þar sem oft getur reynst erfitt að fá ferðmenn til að staldra lengi við til að svara könnunum kom þetta vel út, í það minnsta til að byrja með. Á Ísafirði og Patreksfirði gekk þetta vel þar sem 3G samband var gott. Þegar farið var út fyrir þéttbýliskjarnana gekk þetta ekki jafn vel, nauðsynlegt er að vera í góðu netsambandi til að hægt sé að nota spjaldtölvurnar, en 3G sambandið er ansi stopult á þessum helstu ferðamannastöðum sem heimsóttir voru. Það var því ákveðið að taka með útprentuð eintök af könnuninni í næstu ferðir til að notast við þegar ekki var öruggt netsamband. Um helmingur af könnuninni er því handsleginn inn í gagnagrunnin af spyrjendum þegar heim var komið.

Könnunin