Fiskeldi

Hagræn áhrif af laxeldisuppbyggingu á Vestfjörðum

Eftirfarandi skýrsla inniheldur upplýsingar um efnahagsleg áhrif af laxeldi.  Lögð er áhersla á að skoða fjölda starfa sem skapast, framleiðni og verðmætasköpun.

hagræn-áhrif-laxeldis

Til þess að meta áhrifin af því laxeldi sem áætlað er að byggist upp á Vestfjörðum þá verður horft til nágrannaþjóða okkar sem eru í umfangsmiklu laxeldi.

Þessi skýrsla er unnin að beiðni  Fiskeldisklasa Vestfjarða en í klasanum er að finna leiðandi fyrirtæki í sjókvíaeldi á Vestfjörðum.  Fyrirtækin eru Hraðfrystihúsið Gunnvör, Arnarlax, Fjarðarlax og Dýrfiskur.

Í þessari skýrslu er notast við gögn frá hagstofum og öðrum opinberum upplýsingaveitum í viðkomandi þjóðum sem skoðaðar eru.  Jafnframt er notast við upplýsingar úr könnunum og viðtölum sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur framkvæmt vegna þessarar greiningarvinnu og öðrum greiningum sem finna má á greiningar.atvest.is.

Nánari upplýsingar um þessa greiningu veitir:

Neil Shiran K. Þórisson
Framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
shiran@atvest.is