Staða Atvinnulífs

Hagræn áhrif af laxeldisuppbyggingu á Vestfjörðum

Eftirfarandi skýrsla inniheldur upplýsingar um efnahagsleg áhrif af laxeldi.  Lögð er áhersla á að skoða fjölda starfa sem skapast, framleiðni og verðmætasköpun.

hagræn-áhrif-laxeldis

Til þess að meta áhrifin af því laxeldi sem áætlað er að byggist upp á Vestfjörðum þá verður horft til nágrannaþjóða okkar sem eru í umfangsmiklu laxeldi.

Þessi skýrsla er unnin að beiðni  Fiskeldisklasa Vestfjarða en í klasanum er að finna leiðandi fyrirtæki í sjókvíaeldi á Vestfjörðum.  Fyrirtækin eru Hraðfrystihúsið Gunnvör, Arnarlax, Fjarðarlax og Dýrfiskur.

Í þessari skýrslu er notast við gögn frá hagstofum og öðrum opinberum upplýsingaveitum í viðkomandi þjóðum sem skoðaðar eru.  Jafnframt er notast við upplýsingar úr könnunum og viðtölum sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur framkvæmt vegna þessarar greiningarvinnu og öðrum greiningum sem finna má á greiningar.atvest.is.

Nánari upplýsingar um þessa greiningu veitir:

Neil Shiran K. Þórisson
Framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
shiran@atvest.is

Fundur með forstöðumönnum opinberra stofnana í Reykjavík þann 4. desember 2014

Boðað var til fundar með forstöðumönnum opinberra stofnana í Reykjavík þann 4. desember 2014 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn var hluti af verkefni um markaðssetningu Vestfjarða með stuðningi Sóknaráætlunar landshluta.

Tilgangurinn var að ræða eflingu opinberra stofnana á Vestfjörðum. Fundurinn var hugsaður sem samskiptavettvangur þar sem þátttakendum var gefinn kostur á að koma skoðunum sínum um eftirfarandi atriði á framfæri á vinnuborðum:
1. Hvernig má efla starfsemi opinberra stofnana á Vestfjörðum?
2. Hvaða þröskulda þarf að yfirstíga?
3. Hvernig á að markaðssetja Vestfirði gagnvart opinberum stofnunum?

Umræðurnar snerust ekki um einstaka stofnun eða fyrirfram ákveðna tilfærslu opinberrar starfsemi. Fundurinn var umfram allt haldinn á jákvæðum nótum þar sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga lögðu áherslu á faglega umræðu um málefnið.

fundur-með-opinberum-stofnunum-4des-2014---forsíða

Viðhorf ferðamanna til fiskeldis á Vestfjörðum – Sumar 2014

vidhorf-ferdamanna-fiskeldis-2014

Í júlí 2014 var lögð fyrir ferðamenn á svæðinu könnun á viðhorfi þeirra til fiskeldis. Upphaflega hugmyndin var að nýta tækni nútímans og notast við spjaldtölvur, ferðamanni var þá rétt spjaldtölva og hann fenginn til að svara könnuninni þar. Svör hans fóru þá beint inn í gagnagrunn, en hægt er að skilyrða svör þannig að nauðsynlegt var að svara ákveðnum spurningum til að geta haldið áfram og ekki ætti að vera hægt að rekja svör til einstaklinga.
Vorum við með þrjár spjaldtölvur í gangi hverju sinni sem gerði það að verkum að hægt var að fá fleiri en einn einstakling í hverjum hóp til að svara. Þar sem oft getur reynst erfitt að fá ferðmenn til að staldra lengi við til að svara könnunum kom þetta vel út, í það minnsta til að byrja með. Á Ísafirði og Patreksfirði gekk þetta vel þar sem 3G samband var gott. Þegar farið var út fyrir þéttbýliskjarnana gekk þetta ekki jafn vel, nauðsynlegt er að vera í góðu netsambandi til að hægt sé að nota spjaldtölvurnar, en 3G sambandið er ansi stopult á þessum helstu ferðamannastöðum sem heimsóttir voru. Það var því ákveðið að taka með útprentuð eintök af könnuninni í næstu ferðir til að notast við þegar ekki var öruggt netsamband. Um helmingur af könnuninni er því handsleginn inn í gagnagrunnin af spyrjendum þegar heim var komið.

Könnunin